Heiladagurinn í Háskólanum í Reykjavík

Einn af yngstu gestunum
Einn af yngstu gestunum
Í tilefni af alþjóðlegu heilavikunni var héldu nemendur við sálfræði og íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík, sérstakan heiladag þann 19. mars sl. þar sem gestum og gangandi var boðið upp á alls kyns fræðslu sem tengist heilanum, auk þess sem boðið var upp á “heilaboost”, heilaköku og heilanammi, svo eitthvað sé nefnt. Fulltrúar heilahreysti.is létu sig auðvitað ekki vanta á þennan viðburð sem var ákaflega vel heppnaður, nemendur vel undirbúnir og höfðu margir hverjir lagt á sig mikla vinnu við að útbúa fræðsluefni.

Þær Anna Margrét Hrólfsdóttir, Una Sólveig Jóakimsdóttir, Vaka Valsdóttir og Þorkatla Elín Sigurðardóttir sem allar eru nemendur á öðru ári í sálfræði gerðu þetta frábæra myndband um Parkinsons-sjúkdóminn og fengum við leyfi þeirra til að deila því með ykkur.

This entry was posted in Heilinn and tagged , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply